var íbúðarverð ekki orðið of hátt?

ég var að skoða litlar 2 - 3 herbergja íbúðir um daginn, og sló því inn hver meðal greiðslubyrði yrði af um 13 - 14 miljóna láni fyrir svona íbúð, og fékk út að maður væri að borga um 150 - 160 þús á mánuði , segir það sig ekki sjálft að þetta er full mikið fyrir íbúð sem venjulega einn maður er að kaupa og komin tími á að verð lækki.

eða það að efling myndi miða lægstu laun við að fólk geti borgað af íbúðarkaupa lánum, sé það samt ekki gerast, þeim er eins og sama um allt þannig. 


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skil ekki alveg hvað fólk sér svona hræðilegt akkúrat við þessa frétt.  Verðlækkun á fasteignum er jákvæð fyrir velflesta.

Þessa íbúð sem þú talar um gætirðu í dag leigt á 80-90 þúsund, hefði kannski þurft að borga 100-120 þús fyrir ári. Borgar sig margfalt.

Sumir segja að það að leigja sé eins og henda peningum út um gluggann, en að kaupa á uppsprengdu verði með verðtryggðu láni er skuldbinding um að henda miklu meiri peningum út um gluggann í áratugi fram í tímann!

Skeggi Skaftason, 7.5.2009 kl. 20:53

2 identicon

Fréttin er fyrst og fremst neikvæð fyrir þá sem tóku allt að 100% lánum fyrir íbúðir sínar þegar verðið var sem hæst. Þá er 46% lækkun á raunvirði mikið högg. En jákvæða er að verð á fasteignum leiðréttist og má gera það. Húsnæðisverð var orðið fáranlega hátt og í engum takt við raunveruleika. Því miður voru allt of margir Íslendingar sem tóku þátt í því peningaspili.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fréttir á Íslandi hafa orðið eins og þær hér í Ameríku á sl. áratug eða svo. Ef eitthvað er vont fyrir braskara, þá eru það "slæmar" fréttir.

Ég er himinlifandi yfir fasteignalækkun, sé loksins fram á að hafa séns á að kaupa eitthvað. Ég skil að sumir tapa og allt það, en það er líka siðferðileg grunnspurning hvort húsnæði eigi til að byrja með að lúta braskaralögmálum nema í undantekningum. 

Ólafur Þórðarson, 8.5.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband