flísin í auga náunga þíns

Bandaríkjamenn alltaf jafn sérstakir. Maður veit ekki betur til en þeir sjálfir taki fólk af lífi, en sennilega frá þeirra sjónarhóli eru það meira réttlætanlegar aftökur, hvernig var aftur spekin úr nýja testamentinu, ekki reyna að fjarlægja flís úr auga náunga þíns þegar þú sérð ekki bjálkan í þínu eigin auga.

Líka er efnavopnaleit Bandaríkjamanna í írak ansi spes þegar horft er á þá staðreynd að þeir eiga sjálfir dágóðar byrgðir af þannig vopnum og hafa verið áskaðir um að nota í Afganistan og fleiri stöðum. 


mbl.is Bandaríkin skora á Írana að fresta aftökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki það að ég réttlæti dauðarefsingar Bandaríkjamanna, en þeir eru að gagnrýna dauðarefsingar vegna skoðana fólksins en ekki vegna þess að það séu morðingjar eða eitthvað álíka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 07:56

2 Smámynd: GunniS

jahm skil. það má deila um hvenær aftökur eru réttlætanlegar.  en eins og ég segi, meðan aftökur eru gerðar af þeim sem setja út á þær þá er þetta umdeilanlegt.

GunniS, 11.8.2010 kl. 08:37

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Víða er fólk tekið af lifi vegna pólitískra skoðanna sinna án þess að það verði frétt á mbl.is.  Bandaríkinn taka líka af lífi þroskaheft fólk og ófáa saklausa svertingja svona til að gera lífið örlítið skemmtilegra.

Svo er sum lýðræðisríki í nágrenni Írans sem taka börn og blaðamenn af lífi við öll tækifæri.  Ekki vælir Hillary yfir því.

Björn Heiðdal, 11.8.2010 kl. 08:52

4 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Vill bara benda á að lang flestir ef ekki allir einstæklingarnir sem eru sagðir þroskageftir og teknir af lífi í bandaríkjunum eru með þar því þeir eru með of lága greindarvísitölu, ég verð að segja að mér finst ekki að það eigi að vera að berjast meira fyrir því að þetta fólk fái að lifa frekar en hinum almenna borgara. Mér fynst fólk þurfa að áhveða hvort það er með eða á móti dauðarefsingunni sama hvaða stöðu þetta fólk er í (þeir sem er verið að taka af lífi það er að segja).

Ingi Þór Jónsson, 11.8.2010 kl. 10:47

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að fólk ætti frekar að taka undir gagnrýni Hillary, en að benda á ósambærilega hluti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 14:38

6 Smámynd: GunniS

Bandaríkin, land hina frjálsu þar sem Gutanamo skyndilega reis þar sem mönnum hefur verið haldið án dóms, eða sögurnar um leynilegar yfirheirslukompur þar sem pintingum er beitt, og enn dularfyllra fangaflug í flugvélum sem eiga að hafa lent hér á landi.  

eða bara sú staðreind að ástæðan fyrir látunum í mið austurlöndum er að USA voru að gefa vissum aðilum þar vopn og þjálfa fólk upp í að nota þau, og er þar komin undirtaða fyrir hvernig lætin í mið austurlöndum byrjuðu.

hafa bandaríkin efni á að setja út á og benda öðrum á að laga til hjá sér, fyrir mér er svarið nei. 

GunniS, 11.8.2010 kl. 15:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, þú tekur sem sagt ekki undir gagnrýni Hillary...?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 15:45

8 Smámynd: GunniS

þeir hafa ekki efni á að gagnrýna, mitt mat allavega.

GunniS, 11.8.2010 kl. 16:23

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú skilur greinilega ekki spurninguna

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 17:15

10 Smámynd: GunniS

þú spurðir hvort ég tæki ekki undir gagnrýuni Hillary ? ég svaraði að mér fyndist þeir ekki hafa efni á að gagnrýna. 

GunniS, 11.8.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband