út með krónuna

Afhverju er ekki löngu búið að skipta um gjaldmiðil hér eins og voru færð mjög góð rök fyrir í umræðunni hér í vetur, til dæmis að taka upp dollar.

 hversu langt niður þarf krónan að síga áður en hið fína fólk á þingi fer að átta sig á hvað er í gangi. alveg endalaus sofanda gangur á þessari ríkisstjórn. það virðist þurfa að sparka í rassgatið á henni reglulega til hún vakni. 


mbl.is Krónan veldur vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú svarað mér, afhverju viltu skipta um gjaldmiðil ? Og komið með betri rök en eru notuð í fjölmiðlum.

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Hefur þú ekki tekið eftir því að allt er að fara til andskotans innan evrópu og akkúrat út af því að þjóðirnar geta ekki stillt gjaldmiðil sinn svo þær verði samkeppnishæfar. Ekki er betra at taka upp dollar sem er í fríu falli gagnvart evru og á eftir að falla meira.

Að segja að krónan sé ónýt er svona svipað og að segja að árinni kennir illur ræðari. Að henda út krónunni gerir bara illt verra. Við það missum við mikilvægt hagstjórnartæki sem er einmitt gengissig.

Í framtíðinni verður ísland ekki bankaveldi heldur hráefnaframleiðandi. Ef menn hafa fylgst með hlutunum á íslandi þá sjá menn að sveiflurnar eru mjög háðar fiskveiði og verði á mörkuðum erlendis. Ef saman fara litlar veiðar og lágt verð verðum við að geta brugðist við með því að lækka gengið. Þetta verður ekki hægt að gera með öðrum gjaldmiðli

Hitt er svo aftur annað mál að þú mátt sparka reglulega í rassgatið á þessari ríkisstjórn. Ég veit ekki hvað það dugar. Vanhæfir einstklingar eru vanhæfir einstaklingar.

Hörður Valdimarsson, 26.5.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Einar Solheim

Hörður, hvaða bull er þetta???  Allt að fara til fjandans í Evrópu????  Hefur þú talað við einhvern íbúa ESB undanfarin ÁR???  Það er engin leið að líkja saman þeim hörmungum sem gengið hafa yfir íslenskan almenning og það tjón sem almenningur í ESB er að verða fyrir.  Samdráttur kemur sér bara ágætlega fyrir flesta Evrubúa, enda lækka vextir á lánum og ráðstöfunartekjur aukast.  Á Íslandi hins vegar fara fjölskyldur á hausinn - allt út af blessuðu krónunni.

Reyndu aðeins að aftengja þig við fantasíuheim ESB andstæðinga áður en þú kemur með svona rugl.

Einar Solheim, 26.5.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Fyrir það fyrsta þá bý ég á evrusvæði og hef starf mitt af því að versla á mörkuðum hér. Að rugla því saman að krónan sé ónýt þegar efnahagsstefnan er búin að vera ónýt í áratug er einkennilegt. Vegna starfs míns sem trader fylgist ég með tölum sem streima út úr þessum löndum á hverjum degi. Þessar tölur eru ekki uppbyggilegar en kerfið fellur hinns vegar ekki saman eins og það gerði á Íslandi.

Ekkert ríki hefur haft eins slæma efnahagsstjórn og Ísland seinustu 10 árin. Ég hef vitað í langan tíma að þetta myndi gefa eftir og er það m.a. ástæðan fyrir því að ég kom ekki heim, að loknu námi. Ísland er í þessari slæmu stöðu þar sem efnahagsstjórnin hefur verið ónýt en ekki krónan. Hvar í heiminum vinnur seðlabanki og ríkisstjórn á móti hvor öðrum.

Í dag er mikill urgur í mörgum þjóðum hér á evrusvæði. Margar af þessum þjóðum eru að upplyfa að mikilvægt stjórntæki er horfið á braut þ.e. gengisfelling. Ég segi ekki að það eigi að beita þessu tæki óhyndrað en þetta getur verið verkfæri sem þarf að beit í stað þess að fyrirtlæki fari á hausinn.

Evrópa stillir sitt gengi út frá einhverju meðaltals sjónamiði allra þjóðanna í sambandinu. Ef menn telja að okkar hagkerfi liggi á meðaltalinu þá gæti verið hagstætt að taka upp evru. Hins vegar tel ég að Ísland liggi langt frá meðaltalinu sem skírist á einföldum atvinnuvegum og þeirri einföldu ástæðu að við erum hráefnaframleiðandi.

Að lokum getur þú litið til eistrasalts landa, rúmeníu, ungverjalands, spánar, bretlands, ítaliu, þýskalands og írlands. Allt eru þetta þjóðir sem eru í miklum vandamálum og þau eru sko langt frá því að vera búin. Þetta á bara eftir að versna þarna.

Ráðstöfunartekjur munu ekki hækka á evrusvæði á næstunni. Þá munu vextir ekki lækka. Ástæðan er einföld. Hin gengdalausa innspíting peninga inn í kerfið til að bjarga því hana þarf að fjármagna. Það verður ekki gert með öðru en hækkun skatta eða útgáfu ríkisskuldabréfa. Það fyrra minnkar hagvöxt en hið síðara hækkar vexti. Til gamans má geta þess að hvorki bretar eða þjóðverjar geta selt skuldabréf og mun þetta að lokum leiða til hækkun vaxta.

Að lokum. Fjölskyldurnar fóru ekki á hausinn út af krónunni. Þær fóru á hausinn vegna þess að þið kusuð yfir ykkur fábjána. Það þurfti ekkert að rína í tölur frá Íslandi til þess að sjá að þjóðfélagið var helsjúkt, þetta blasti við manni hvar sem  maður leit þegar maður kom í heimsókn til íslands.

Eina góða röksemdarfærslan fyrir upptöku evru er að evruupptaka er vörn gagnvart óhæfum stjórnmálamönnum. Tel þó rétt að hægt sé að veita þeim aðhald með öðrum hætti og halda krónunni.

Hörður Valdimarsson, 26.5.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Einar Solheim

Hörður,

Ísland hefur haft slæma efnahagsstjórn síðustu 50 árin.  Það hefur ekki liðið sá áratugur að ekki hafi þurft að koma til handvirk gengisfelling eða "leiðrétting" á gengi krónunnar.  Þetta verður ekki lagað.  Sökum fámennis þá eigum við einfaldlega ekki nægilega mikið hæfileikafólk á þessu sviði (alveg sama hvað sumir bloggarar halda um sig), og af þeirri einföldu ástæðu að ég held að þó svo að við hefðum framúrskarandi hæfileikafólk á þessu sviði, þá þyrfti hagstjórnin að vera 100% - sem er einfaldlega ekki raunhæft.

Og jú - fjölskyldurnar fóru á hausinn út af krónunni.  Það er fullkomlega óeðlilegt að almenningur þurfi að vera sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum þegar fjárfest er í bílum eða húsnæði.  Með stöðugri gjaldmiðil og óverðtryggði væri almenningur alls ekki í þeirri stöðu sem hann er núna.

En lokamálsgreinin er rétt - þ.e. að Evran er  væri vissulega vörn gagnvart óhæfum stjórnmálamönnum.  Aðhald með öðrum hætti er erfitt, enda geta menn ávalt falið mistök sín með gengisfellingum.

Einar Solheim, 26.5.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ekkert land í evrópu hefur haft annan eins framgang og Ísland. Á 60 árum hefur Ísland skapað sér sess á meðal fremstu þjóða í veröldinni og það þrátt fyrir að við höfum krónu sem gjaldmiðil.

Ég geri ekki kröfu um að almenningur sé sérfræðingar í gjaldeyrirsviðskiftum. Bankarnir eiga að hafa það regluverk og að einhverjum hluta hafa vit fyrir fólki. Þegar ég var að segja fólki frá hvernig bankakerfið væri hérna í evrópu þá hló fólk að mér og fannst að þetta væri bara rússalegt og gamaldags. Hefur þó kerfið skánað mikið. Þú myndir hlægja þig í hel ef ég myndi segja þér frá mínu fyrsta láni en það var lán upp á 20 þúsund isk.

Allir þessir sérfræðingar áttu einfaldlega að líta á ástandið á alþjóða mörkuðum og áttu að geta sagt sér að sá mótor gengi ekki endalaust. Alþjóðaviðskiftin byggðust á núll vöxtum sem ekki gengur endalaust. Vildir þú lána mér peninga á 0 prósent vöxtum......

Hörður Valdimarsson, 26.5.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Einar Solheim

Kannski ekki þér, en ég er viss um að margir hér á Íslandi væru bara nokkuð sáttir við örugga 0% ávöxtun í dag!  ;)

Einar Solheim, 26.5.2009 kl. 16:58

8 Smámynd: GunniS

kostir sem ég sé við dollar er að við getum þá haft sömu stýrivesxti og bandaríkin, dollar er raunhæfari kostur þar sem við erum ekki í evrópusambandinu og þar að leiðandi getum ekki tekið upp evru, og það verða mörg ár þangað til við getum gert upp við okkur hvort við sækjum um í evrpópusambandinu. 

 á meðan er fínt að nota dollar, við losnum við krónubraskara. gjaldreishöft má fella niður, og svo framveigis. annars var silfur egills með marga snillinga sem fóru yfir kosti þess að nota dollar. bendi á þá umræðu.  

GunniS, 26.5.2009 kl. 17:58

9 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég fæ ekki þessa 0% ávöxtun. það sem hefur verið í gangi er skortsala á jeni (hlutirnir örlítið einfaldaðir) og menn verið að fjárfesta í carry trade(annað hvort hári vextir eða hráefnaframleiðundir). Þetta eru áthættu viðskifti. Þegar nóg var að fjármagni gátu menn lánað út peninga á litllum vöxtum. Lágir stýri vextir eru ekki ávísun á lága vexti í þjóðfélaginu. Til gamans má geta að ég tók lán með 4 prósent vöxrtum í góðærinu, lán sem ekki er hægt að tapa á. Í nóvember á seinasta ári fór kúrsinn á þessu láni í 80 prósent. þ.e. 20 prósent tapast vegna þess að vextir eru að hækka í þjóðfélaginu

Að lokum. Gleymdu dollar.........Hlustaðu nú og sannreyndu seinna. Það verður gaman að fylgjast með á næstunni hvernig kínverjar hafa áhrif á dollar og hvernig þeir verjast falli á dollar.

Líttu á blogg síðu mína. Horfi ekkert sérstaklega á Ísland þegar ég hugsa um hlutina. Ísland er þó alltaf hluti af heildinni og hægt að sjá hvert stefnir.

Hörður Valdimarsson, 26.5.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband