5.2.2010 | 13:48
láta almenning einnig borga fyrir þetta
Um að gera að láta skattborgara borga einnig fyrir útför manna sem ég giska á að eigi nóg af peningum til að borga fyrir eigin útför, þetta minnir mig á að amma og afi eru að safna uppí eigin útför því manni skilst það kosti alveg um það bil miljón að láta koma sér ofan í jörðina.
Útför Steingríms á vegum ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þeir eru á ríkisjötni, jafnt dauðir sem lifandi,
Hef þurft að jarða mína sjálfur,
En ríkið holar mér kannski niður þar sem ekkert er eftir af ævisparnaðinum og fæ ég kannski að fara í dómkirkjuna það verður gaman
Sigurður Helgason, 5.2.2010 kl. 13:57
Náið ykkur í líf.
Þó svo að ríkið myndi borga 50 sinnum fyrir útförina hans þá myndum við almenningur ennþá vera í gríðarlegri skuld við hann fyrir þátt hans og fleiri í þjóðarsáttinni.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.2.2010 kl. 13:59
snæþór, erum við í skuld við stjórnmálamenn að vinna sína vinnu ? einhver að neyða þessa menn í að bjóða sig fram ?
GunniS, 5.2.2010 kl. 14:08
Er þér innilega sammála Gunnar. Heldur fólk það virkilega að stjórnmálamenn séu rétthærri en annað fólk hvað varðar fría jarðsettningu,að halda því framm er argasta hræsni eins og kemur fram hér að ofan hjá Snæþóri og móðgun við hinn allmenna borgara sem eru með stjórnmálamenná sinni launaskrá.Steingrímur Hermannson var virtur stjórnmálamaður en gefur honum eingan rétt öðrum fremur til að vera jarðaður á kostnað almennings.Það er mín skoðun.púnktur
Björn Birgisson, 5.2.2010 kl. 14:42
Afhverju á ríkið að borga jarðaförina? Er það að bera virðingu fyrir þann látna??
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 14:43
svona svona en við erum öll jöfn fyrir Guði ekki satt.Blessuð sé minning Steingríms hann var ágætur.
Björn Birgisson, 5.2.2010 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.