7.7.2011 | 10:44
Allir til Noregs
það stendur í fréttinni að ríkistjórinin beri skilda að sjá landsmönnum fyrir læknisþjónustu, það stendur einnig einhverstaðar í skjölum alþingis að ríkistjórnin eigi einnig að sjá til að það sé næga vinnu að hafa í landinu, en það er atriði sem alþingismenn deila um - samt vill ríkið heimta skattprósentu af launum landsmanna.
ég er allavega orðin langþreittur á sofandahátti þessarar ríkisstjórnar. liggur við að þeir ætli að gera út af við þjóðina því þeir lifa í eigin heimi.
langar samt að óska því fólki sem hefur komist úr landi og fengið vinnu þar, til hamingju með að vera sloppið úr eymdinni.
Flykkjast til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þú vesist um góðan múrara þá vantar svoleiðis mann hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá hérna í Noregi.
Magnús Sigurðsson, 7.7.2011 kl. 14:06
ég spurði einn sem ég var að vinna með hjá bmvallá og sagðist hann telja að þeir væru flestir nú þegar farnir úr landi
GunniS, 7.7.2011 kl. 18:50
Takk fyrir kveðjurnar út. Hérna á Stavanger svæðinu er verið að skapa 40.000 ný störf á þessu ári. Það er ekki til nóg byggð til að taka við öllu þessu fólki, en það er mikið í gangi hérna og mikil þörf á vel menntuðu og duglegu fólki.
Hrannar Baldursson, 8.7.2011 kl. 06:12
já gott að jákvæðir hlutir gerast einhverstaðar, ég reyndi að hafa samband við manpower.no og þeir segja að um 95% atvinnurekanda í noregi vilji að starfsmenn þar tali norsku, eða sé vel að sér í norsku.
ég hef aðeins reynt að fá vinnu út á allt meiraprófið í noregi, ekki alveg verið heppin hingað til.
GunniS, 8.7.2011 kl. 11:34
Gunni: Best er að nota finn.no til að finna möguleikana og hringja síðan beint í eða heimsækja þann sem býður vinnuna. Tölvupóstar eða færslur í gagnagrunna virkar ekki.
Hrannar Baldursson, 8.7.2011 kl. 11:48
Það grunaði mig allavega eru margir af mínum fyrrum vinnufélögum farnir.
Ég held að Hrannar sé að ráða þér heilt. Ef þú kemst í að tala við vinnuveitandann hikaðu þá ekki við að fullyrða að þú verðir ekki lengi að læra Norsku.
Ég sagði að það tæk mig í mesta lagi viku, þrátt fyrir góðlátlegt bros, þá held ég að það sé ekki fjarri lagi að maður bjagi sér vel eftir eina til tvær vikur. Ég vinn með mönnum frá Súdan og Afganistan sem kunna norsku en ekki ensku auk Normanna.
Magnús Sigurðsson, 8.7.2011 kl. 14:57
ég skil. takk fyrir góð ráð :)
GunniS, 11.7.2011 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.