10.8.2012 | 18:38
Raunveruleikinn
ég veit ekki hvaða leik þeir eru í sem eiga að sjá um velferð almennings
en af að skoða þessar tölur þá velti ég því fyrir mér hvort yfirvöld haldi að
fólk sé heimskt, eða geri sé ekki grein fyrir hvað þarf til að lifa og vera til.
allavega eru þessar tölur fáránlegar, og hver ber hag af því að bjóða fólki upp á
framfærslu sem dugar ekki ?
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1140538/
Rúmar 1.300 krónur fyrir mat á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ekki er það mikið og ef það á að standa á þessum tölum sem viðmið á hvað hver og einn þarf þá væri nú hægt að skera feitt niður í launum hjá Ráðamönnum þeim sem ákveða þessar tölur...
Þeir hljóta jú að miða við eigin þarfir eða það skildi maður ætla...
Annars þarf eða frekar verður að gera mikla breytingu þarna á því eins og þú segir Gunnar þá eru þessar tölur enganveginn í takt við rauntíma í verðlagi hjá okkur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.8.2012 kl. 23:34
Fólk á námslánum nær ekki endum saman nema fá styrk frá ættingjum eða með því að vinna með námi.
En fullt nám er nú meira en 100% vinna. Það ætti enginn að þurfa að vinna með námi, nema kannski bara sumarvinnu.
Hallgeir Ellýjarson, 11.8.2012 kl. 16:34
Gamn væri að sjá þetta fólk sem ákveður svona bull, að reyna þetta sjálft !
Ætli það myndi ekki skilja þetta betur þá
Birgir Örn Guðjónsson, 12.8.2012 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.