karlar eru vondir og konur eru góðar

Ég ólst einnig upp við mikið ofbeldi og læti á heimilinu, ein af mínum fyrstu minningum er af foreldrum mínum að rífast, og mamma stendur inn í stofu og öskrar, þú ert djöfullinn Gylfi. stuttu seinna brýtur hún rúðu í stofunni.

 í samskiptum foreldra minna þá virtist mér það ekki endilega vera pabbi sem lét hæst eða byrjaði lætin, þau virtust vera vel fær um að fara í taugarnar á hvort öðru, samt merkilegt að þau eignuðust börn í þessari sambúð. 

 mér er líka sagt að þegar ég var um 1 árs, þá hafi mamma ráðist á pabba með hníf, og hent honum út svo hann var úti heila nótt. 

seinna meir þegar ég fór að vaxa úr grasi , þá virtist hún byrja að taka það út á mér að ég líktist föður mínum í útliti, þá gekk í skrokk á mér með miklum skapofsa og hatri. 

spes að fréttamenn virðast aldrei hafa haft áhuga á minni sögu, kannski  því hún sýnir ekki endielga karlmanninn sem þann vonda í sambandinu. ?


mbl.is „Áfall að horfa á pabba berja mömmu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er viss um að fréttamenn hafa áhuga á þinni sögu og þeir sem láta sér annt um börn, þú þarft bara að koma henni sjálfur á framfæri. Konur geta líka beitt ofbeldi þó svo að það sé kannski ekki eins algengt að þær beiti líkamlegu ofbeldi.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 11:09

2 identicon

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 11:59

3 Smámynd: GunniS

já eða rendi yfir hana. þörf umræða.  það i raun segir sig sjálft að þó tölur frá lögreglu etc, segja að karlar séu alltaf gerendur, þá getur það varla verið að þegar kemur að samskiptum kynjanna að bara annar aðilinn eigi sök á því sem gerist.

GunniS, 28.5.2013 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband