30.10.2010 | 18:20
Hvernig ætli fólkið sem á að lifa af bótum komi út?
það er ágætt að millitekjuhóparnir eigi sér talsmann, en það er tekjuhópur þarna fyrir neðan sem er fólk sem á að lifa af bótum, og ef millitekjufólkið á ekki að ná endum saman, hvernig á þá fólkið sem er á bótum að gera það ?
það verður samt forvitnilegt að sjá hvað gerist í kringum þessa verkalýðsforingja sem eru svo ómissandi að þeir þurfa milljón í laun á mánuði, en eru í raun ekki að gera neitt.
Millitekjufólk fái launahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er satt eins og ég hef bent á í blogginu mínu að verkalýðsforkólfarnir hafa lítið sem ekkert gert undanfarna áratugi annað en elt atvinnurekendur og ef þeir segja að ekki sé hægt að hækka launin þá lúffa verkalýðsforystan með því sama enda skiptir það forkólfana ekki neinu máli hinir sem eru skjólstæðingar þeirra sem hafa 140000 á mánuði en flott að sitja á rassgatinu á skrifstofu með rúma eina milljón á mánuði eins og formaður ASÍ. Nei lægstu launin eiga að hækka en engir þar fyrir ofan og þá held ég að ríkisstjórnin ætti að hækka hátekjuskattinn á laun yfir 500 þúsund þannig að það náist einhverjar tekjur fyrir ríkið en því miður fara grátkórar þeirra flokka sem komu Íslandi á hausin að væla því þessir blessaðir fátæklingar á þingi geta varla séð af nokkrum krónum í viðbót en þetta hefur Láglaunafólkið þurft að taka á sig í gegnum árin margföld launahækkun hjá toppunum en skiterí hjá almúganum. Nú svona er þetta bara því miður þeir vilja sitja á því sem þeir hafa blessaðir þurfalingarnir í þjóðfélaginnu með sínar millu og eða millur á mánuði og lepja dauðann úr skel, en almúginn með sínar skitnu 150-200 þúsund stendur keikur uppi. Held að þetta fólk ætti að skammast sín fólkið sem vælir mest á mest af peningunum og minnir það mig á söguna eftir Charles D. um Scrooge nirfil.
Örn Ingólfsson, 30.10.2010 kl. 23:05
Eina sem virkar fyrir fólkið í landinu er alvöru bylting!
Helgi Þór Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.