Er lágmarksframfærsla ekki 180.000 í dag?

undarlegar tölur sem koma fram í þessu reikningsdæmi í fréttinni, ég hélt að ASÍ hefði staðfest að lágmarksframfærsla samkvæmt þeirra útreikingum sé komin í 180.000 í dag, tölurnar sem eru í fréttinni eru síðan 2008 þegar reiknað var út að framfærslan væri 150.000. 

það virðist ekki vera hægt að gera neitt almennilega í dag.  


mbl.is Stefnt að hærri fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Framfærslan er það sem kemur fram í fréttinni og ekkert annað... Það eru margir að tala um þetta en það virðist engin geta svarað því hvernig standi á þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 20:07

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Lágmarksframfærsla er ekki til skilgreind á Íslandi svo við notumst við sama og er inna ESB þarsem tekið er hlutfall af miðgildistekjum og þannif fæst út 160800 á Íslandi.

En við erum að reyna við afar erfiðar aðstæður að hjálpa þeim sem mest þurfa þess.

Kv Gústi (fulltrúi Besta flokksins og varaformaður Velferðarráðs)

Einhver Ágúst, 5.11.2010 kl. 00:25

3 Smámynd: GunniS

Gústi, ég er sendi Gylfa í ASÍ email í sumar og í því mail þá staðfestir hann að lágmarksframfærsla samkvæmt þeirra útreikningum er komin upp í 180.000. það kannski væri sniðugt að þið hefðuð samband við ASÍ og spyrjið hvernig þeir reikna út lágmarksframfærslu. mér finnst líka þetta svar þitt furðulegt með það í huga að laun eru yfirleitt hærri í þeim löndum sem við miðum okkur við, þá danmörk, noregur, finnland. svo meðalframfærsla þar ætti að vera miklu hærri en þetta. 

 svo legg ég til að þú farir úr exel æfingunum og prófir sjálfur að lifa af 130.000 sem er sú upphæð sem atvinnulausir fá út eftir skatta, og reynir að finna á eigin skinni hvernig það gengur að eiga að lifa af þessu mánuð eftir mánuð.

ég vona einnig að háskólinn spiti í lófanna og skili vinnu sem virðist ætla að taka marga mánuði, og á að ganga út á að reikna út hvað kostar að lifa á íslandi.  kannski ein spurning ef þú lest þetta, á ég að hafa efni á að fara til tannlæknis og er búin að vera án atvinnu síðan nóv 2008, það brotnaði í mér endajaxl og ég kem allstaðar að öllu lokuðu í úrræðum á þessu sviði.

GunniS, 5.11.2010 kl. 00:36

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er sjálfur að fara að fá 125 þúsund krónur á mánuði í fæðingarorlof og hef sjálfur þurft að lifa á 180 þúsund sem kokkur á leikskóla....ég veit hvað ég er að tala um.....ég er ekki einhver vatnsgreiddur pabbastrákur að leika mér í pólitík...

Svo Gunni mér þætti vænt um að þú gætir stillt þig um að svara mér svona illkvittnislega. Ég er nýr í þessu og ég veit að það er ekki merkilegt en ég er samt frekar ánægður með þessa hækkun, hún er það fyrsta sem ég kem á í mínu pólitíska lífi(5 mánuðir) og það núna þegar fjárlög Reykjavíkur eru gríðarerfið.

Ég er lélegur í excel.....en það er tekið miðgildi tekna á Íslandi og svo er reiknuð prósenta af því og smkvæmt þessum kúnstum er það 160800....sem er vissulega ekki merkilegt en einsog þú bendir á þá eru Háskólinn og Ríkið að reikna þetta en það virðist taka óratíma....því miður

 Hvað tennurnar á þér varðar, hefurðu sett þig í samband við þjónustumiðstöð þíns hverfis?

Einhver Ágúst, 5.11.2010 kl. 00:48

5 Smámynd: GunniS

jú þetta er í raun mikil framför, það er satt. þó ég vildi óska að það hefði verið t.d haft samráð við ASÍ í þessu. ég held að þeir taki vísitölur inn í sitt dæmi og þar liggi munurinn. 

en já ég prófaði að setja mig í samband við þjónustumiðstöð í ármúlanum sem er næst mér, og var sagt að samvkæmt reglum þá hefði ég þurft að hafa verið á framfærslu hjá félagskerfinu í eitt ár til að eiga rétt á tannlæknastyrk, en ég hef heyrt að það fari voðalega eftir við hvern maður talar og hvort hann eða hún sé í góðu skapi þennan daginn, hvernig þjónustu maður fær.

mér skilst af kuningja sem á heima í kópavogi, að þar séu reglur öðruvísi og þar er tekið tillit til hvort þú sért atvinnulaus eða ekki þegar kemur að aðstoð  við tannlæknakostnað.

ég veit ekki hvort það þýði að prófa að tala aftur við mína þjónustumiðstöð. 

GunniS, 5.11.2010 kl. 01:04

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Farðu þangað aftur, gerðu nýja umsókn og láttu senda þetta til áfrýjunarnefndar....ég veit það er leiðinlegt en þú þarft að sækja þetta soldið....það er innbyggt smá viðnám í kerfið við fjárútlátum....okkar fyrstu viðbrögð eru alltof oft að gefast upp....

ASÍ eftir minni upplifun er með stórar yfirlýsingar um allt sem þeir þurfa ekki að borga sjálfir og ætti að líta sér nær í gagnrýninni, miðað við stöðu laun aí samfélaginu og stöðu lífeyrissjóðanna. Svo ekki sé talað um undarlegar ákvarðanir í kaupum nýlega....

Takk kærlega fyrir spjallið og gangi þér vel

 Kv Ágúst Már Garðarsson

Einhver Ágúst, 5.11.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband