hjól í umferð með bílum

  ein skotheld rök fyrir að hjól eigi ekki heima úti á götum með bílum er að það er þau ná aldrei hámarkshraða, og manni skilst það sé hægt að sekta menn fyrir að keyra of hægt miðað við hámarkshraða. svo miðað við þetta þá eiga hjól ekki heima úti á götu með bílum.

eins og sést alveg greinilega í fréttinni.


mbl.is Hjólreiðafólk veldur usla í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ég leyfi mér bara að spyrja hvaða fáviti leyfir sér að hjóla úti á götu á stofnbraut?

Hann er ekki mannkyninu til sóma.

Ellert Júlíusson, 10.5.2012 kl. 13:19

2 Smámynd: Morten Lange

Minni á að það sé einnig heimilt að ganga á þjóðvegum þar sem hámarkshraði er 90 km.  En ekki hvað. Hinn mest grunnleggjandi ferðafrelsi hlýtur sá gangandi að njóta, og þarnæst þeir sem eru á reiðhjóli. 

Málið er að sjálfsögðu ekki svart og hvítt.

Svo má rifja upp umferðarregla  "númer eitt", sem  hjómar svo :

"Meginreglur.
4. gr. Vegfarandi skal sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Hann skal og sýna þeim, sem búa eða staddir eru við veg, tillitssemi."

Hvað teljist til tafa að óþörfu er mjög matskennt. Hætta og tjón er talið upp framar í greininni og mun síður matskennt. 

Morten Lange, 10.5.2012 kl. 13:43

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Og er ekkert hægt að setja út á bílstjórann sem hægði ekki á sér fyrir aftan hjólreiðamanninn heldur snarnegldi niður - þrátt fyrir að hjólreiðamaðurinn hafi varla verið ósýnilegur svona úti á götu? Og er ekkert að hinum fyrir aftan hann sem keyrði sá nálægt að hann gat ekki stoppað í tæka tíð? Ég myndi ekki hjóla á götu með 80 km hámarkshraða en það er ekki bannað og ég get ekki séð að hjólreiðamaðurinn hafi hér átt sökina. Ég hjóla á hverjum degi og á hverjum degi er svínað á mér. Það er keyrt þvert í veg fyrir mig og oft svo að ég þarf að snarstoppa og oft hefur legið við að ég hafi svifið af hjólinu. Í flestum þeim tilfella er ekki um það að ræða að bílstjóri sjái mig ekki heldur að þeir meta það svo að þeir hafi tíma til að komast fram fyrir mig - sem ansi oft er ekki rétt. Og ég tek það fram að ég hjóla næstum alla leið í vinnuna á hjólreiðastígum og þarf aðeins að fara eftir götunum á Hofsvallagötu, Ægisgötu, Kirkjusandi, Sundlaugarvegi og Laugarásvegi. Hámarkshraði á þessum götum er ýmist 30 eða 50. Og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að brotið er á mér á næstum hverjum einasta degi. Og eini sinni þrisvar á einum degi. Hjólreiðamenn eru langt því frá alltaf saklausir en stærstur hluti vandamála hjólreiðamanna í umferðinni eru bílstjórar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.5.2012 kl. 13:59

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Kristín, ég er alveg sammála því að bílstjórar séu stærsti vandinn... en vandinn er hins vegar fluttur út á göturnar.

Heilbrigð skynsemi segir mér að reiðhjól og/eða gangandi vegfarendur eigi ekki á neinn máta erindi né rétt á sér út á stofnbrautir, eða götur almennt og finnst mér í raun alveg fráleitt að það sé ekki bannað.

Ég hjóla stundum í vinnuna og mér til gagns og gamans. Sú ástundun fer fram á gangstígum enda met ég líf mitt meira en svo að hætta mér út á götur enda hef ég ekki lent í því að þurfa þess!

Það breytir ekki þeirri staðreynd að ef slíkt kemur upp þá ber náttúrulega að haga akstri þannig að ekki hljótist hætta af, bæði af hjólreiða og ökumanni!

Til að undirstrika fáránleika málsins þá sérðu ekki rafmagnsvespur úti á stofnbrautum heldur halda þær sig á göngustígunum...gestum og gangandi til mikillar gleði.

Hvað varðar síðan þennan árekstur þá er það náttúrulega bara enn eitt dæmi um síheimsku Íslenskra ökumanna. Ég fæ stundum á tilfinninguna að fólk telji sig vera F1 ökumenn með eldsnögg viðbrögð, stundum nær maður að telja nefhárin hjá liðinu sem hangir í rassgatinu á manni....aftaníhossar fá enga samúð og eiga allt sitt tjón skilið.!

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 10.5.2012 kl. 14:33

5 Smámynd: Morten Lange

Gott að sé komið aðeins betri jafbvægi í umfjöllun fjölmiðla, þökk sé lesendum sem hafa haft samband við ritstjórnir og ekki síst þökk sé  nokkuð sanngjarna og rökrétta afstöðu Sigurðs Helgasonar hjá Umferðarráði og Umferðarstofu :

http://www.ruv.is/frett/hjolreidafolk-vida-ovelkomid

http://www.visir.is/i-lagi-ad-hjolreidamenn-seu-a-akbrautum-/article/2012120519924

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/05/10/ekkert_sem_bannar_hjolreidar_a_akbrautum/

Morten Lange, 10.5.2012 kl. 14:43

6 Smámynd: GunniS

setja út á bílstjórann ? það er 80 km hámarkshraði þar sem þetta gerðist, hjólið á kannski 10 - 15 km hraða ?

GunniS, 10.5.2012 kl. 16:18

7 Smámynd: Morten Lange

Þetta er vegur með margar akreinar í hvoru átt, tvær að lágmarki.  Svo kemur ekki fram í "fréttinni" hvort þetta hafi verið í þéttri umferð eður ei, né nákvæmlega hvar þetta var svo maður geti metið.  Oft er lítið annað ákjósanlegt i boði en almennir vegir fyrir þá sem vilja komast hratt á milli A og B á sínu ökutæki.

( Reðhjól eru skilgreind sem ökutæki í umferðarlögnum líkt ogí öðrum löndum. )

Ekki síst er vandi að finna góðar leiðir aðrar til að hjóla ef maður er ekki mjög kunnugur, því leiðirnar eru hálf faldar, og nánast engin skilti sem sýna hvert leiðir liggja. ( Ólíkt á stigum í Danmörku, Þýskaladi, Hollandi ) 

Morten Lange, 10.5.2012 kl. 19:52

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

GunniS. Margir hjólreiðamenn hjóla á 30 til 50 km. hraða og jafnvel meiri hraða í sumum tilfellum.

Ellert Júlíusson. Þó það eigi kannski ekki við um stofnbrautir eins og Miklubrautina þá er það staðreynd að þegar um er að ræða götur með 50 km. hámarkshraða eða minna þá er slysahætta hjólreiðamanna mun minni ef þeir hjóla á götunni heldur en á gangstétt ef gangstéttin þarf reglulega að þvera götur. Það stafar einfaldlega af því að athugli bílstjóra er á götunni en ekki uppi á gangstéttum. Þetta hafa allar rannsóknir á slysahættu annars vegar á götu og hins vegar á gangstétt. Hér kemur niðurstaða einnrar slíkrar rannsóknar.

http://www.bikexprt.com/bikepol/facil/sidepath/adfc173.htm

Eins og sést á myndinni í þessari rannsóknarniðurstöðu þá reyndist slysatíðnin vera frá 3,4 til 11,8 sinnum meiri hjá þeim sem notuðu gangséttir heldur en þeim sem notuðu göturnar. Það er því fráleitt að banna hjólreiðamönnum að nota göturnar þar sem slysahætta þeirra er minnst.

Sigurður M Grétarsson, 12.5.2012 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband