Færsluflokkur: Bloggar

Milljarðurinn er fundinn og gott betur

Tökum þessa 3 milljarða sem vantar upp á úr utanríkisráðuneitinu, við eiðum 15 milljörðum í sendiráð meðan það er bannað að vinna yfirvinnu á spítölum landsins, held að það þurfi að fara í alvarlega forgangsröðun í kerfi þar sem er nóg af peningum.

persónulega myndi ég taka 7.5 milljarða úr utanríkisráðuneytinu og láta velferðarráðuneytið fá. 


mbl.is Milljarða framúrkeyrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur með mismunun ?

 

Maður veltir fyrir sér hvernig það á að ganga fram í að "jafna" út kynjahlutföllin i stjórnum, og langar mig að vitna í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna , 7 grein þar sem talað er um rétt til verndar gegn mismunun, nú virðist hin góða jafnréttisbarátta kvenna ganga einmitt út á að mismuna fólki eftir kyni. og sér maður þær ekki óska eftir jöfnu kynjahlutfalli i verkamannastörfum sem karlar vinna. 

 7. grein

Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.

http://www.humanrights.is/log-og-samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/Undirflokkur/

 


mbl.is Fáar konur við stjórnvölinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð hverra er hér að leiðarljósi ?

Ef maður skoðar sögu sjálfstæðisflokksins og hvað sá flokkur hefur gert í virkjana málum, þá skil ég ekki hvað Bjarni Ben er að fara. Ég man ekki betur en sjálfstæðismenn hafi gengið svo vöskulega fram í að virkja við Kárahnjúka að það var vaðið yfir rétt þeirra sem áttu eignarhlut í löndum kringum virkjunarsvæðið.

En í dag koma sjálfstæðismenn með þetta útspil, á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið, langtíma atvinnuleysi alltaf að aukast, og sá sem skrifar þetta hefur verið án vinnu síðan nóv 2008. Og ég get ekki gert nema andvarpa þungt við að lesa þetta, því ég sé ekki að Bjarni Ben beri hér hagsmuni atvinnulausra fyrir brjósti.

Það væri samt léttara yfir mér ef það væri hægt að lifa af 130.000 kr sem eru útborgaðar atvinnuleysisbætur, eða það yrði gengið í það af festu að hækka bæturnar upp í upphæð sem hægt er að lifa af - og setti ég upp síðu til stuðnings því að svo verði ,hér er hún. 

http://www.petitions24.com/signatures/til_studnings_atvinnulausum/

 


mbl.is Hætta stuðningi verði farið í virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lifa af atvinnuleysisbótum svo árum skiptir?

Ég verð að segja að ég hikstaði aðeins á endanum á þessari frétt, þar sem þetta er innan gæsalappa í fréttinni þá geri ég ráð fyrir að forstjóri vinnumálastofnunar hafi sagt þetta. "Það hlýtur að vera erfið lífsreynsla að ætla sér að reyna að lifa af atvinnuleysisbótum svo árum skiptir.“ 

Er hann ekki þarna að gefa í skyn að fólk sé ekki að leita að vinnu ? og ástandið í efnahagskerfinu hafi þarna ekki áhrif á langtíma atvinnuleysi ? ég veit ekki betur en ég hafi sennt vinnumálastofnun gögn sem ég hef safnað saman yfir langan tíma og sýna tilraunir mína til að sækja um og einni svör frá vinnuveitendum þar sem sagt er að búið sé að ráða í starfið.  

þannig að hann á að vita betur en tala svona. 


mbl.is Jafnast á við ástandið 1930
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hraðar eða hægar ?

maður veltir fyrir sér hvort það verði ekki krarfa um að komast en hraðar ef það verður leifður hærri hámarkshraði. en auðvitað verður hemlunarvegalengdin lengri við það. mér hefur fundist aksturslag flestra íslendinga vera að gefa í og svo næstum þurfa að nauðhemla, svo gefa þeir í aftur því fólk er alltarf að flýta sér svo svakalega, sem er alls ekki gott viðhorf að taka út í umferðina.

mér hefur einnig sýnst að þessar hraðahindranir nái aðeins að hægja á ökumönnum á litlum bílum, jepparnir rúlla léttilega yfir þær. persónulega tel ég ekki vera lausn að hækka hámarkshraðan því ég sé marga sem finnst ekkert að því að keyra á 80 - 90 innabæjar þar sem hámarkshraði er 60. 


mbl.is Raunhraði ráði ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

að vera, eða vera ekki jafn

og hver er tilgangurinn með þessu hjá þeim, er ekki nóg að hafa fólk á sömu launum fyrir sömu vinnu ? skolaðist eitthvað til hjá rafiðnararsambandinu ? meiri bölvuð vitleisan sem þetta jafnréttiskjaftæði kemur með.
mbl.is Konur með hærri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hræðslu áróður og kjaftæði

ég man eftir að hafa lesið frétt þar sem kom fram að það voru aðilar sem voru/eru tilbúnir til að lána okkur fyrir framkvæmdum, svo það er ekkert búið að loka á þann möguleika þó við finnum fyrir óvild á einhverjum vígstöðvum. 

 svo tel ég að ríkistjórnin hafi átt að nota hluta af aðstoð frá AGS til að fara í atvinnuskapandi framkvæmdir, í stað þess að ausa milljörðum í eitthvað sem er steindautt og gefur ekkert af sér. en maður auðvitað veltir fyrir sér hvort meirihluti þingmanna sé ekki í vasa bankanna, og alþingi búið að missa sjónar á hlutverki sínu, sem er að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar og samfélagsins í heild, en ekki örfárra banka og útvegsmanna.  


mbl.is Taldi synjunina auka atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lægstu taxtar hækka um 100 þús ?

merkileg umræða svona stuttu eftir að það voru gefin út svo kölluð neysluviðmið sem sýna að það eru hópar sem eru langt undir þeim, eins og t.d atvinnulausir og eða þeir sem eru á lægstu töxtum, maður hefur heyrt að sú krafa að lægstu laun hækki upp í rúmlega 200.000 hafi ekki fengið hljómgrun hjá sérhagsmunasamtökunm ASÍ og LÍÚ. 

en samt er sú krafa lægri en þarna er verið að hækka laun hjá mönnum sem þó hafa meira en nóg fyrir.

svo mér finnst það auðvitað ekkert mál að krefjast þess að atvinnuleysisbætur hækki um 100 þús kr, enda er ekkert að gerast í atvinnumálum og löngu komin tími til að ríkisstjórnin axli ábyrgð á þegnum sínum og sjá til að þeir hafi í sig og á.  


mbl.is Ákvörðun kjararáðs skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blessun eða böl

mikið finnst mér það vera oft mikil blessun að hafa ekki efni á að fara til útlanda. aumingja fólkið sem veit ekki aura sinna ráð er alltaf í fréttum því það er fast eða illa tafið og hrekt út um allan heim. 
mbl.is Sólarhringstöf vegna bilunar í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég vildi óska að

það yrði bara farið að eftir því sem ASÍ hefur bent á að lágmarksframfærsla er komin upp í 180.000.  og hætta að hártoga hvað lágmarksframfærsla sé, hún er alveg örugglega ekki lægri en 180.000 og það myndi muna fólk um helling ef bætur og annað yrðu hækkaðar upp í 180.00, en það er eins og það sé alveg bannað.
mbl.is Kjör námsmanna ekki í takt við raunveruleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband