undarlega háar taxtatölur

þessi frétt er einnig á visir.is hérna http://www.visir.is/krabbameinslaeknir-rett-yfir-launum-kaffibarthjons-/article/2010708411140

  ég var að heyra að fyrrverandi vinnufélagar sem en halda starfinu hjá bmvallá við að keyra steypubíl, þeir lækkuðu í launum eftir að bankinn tók yfir þrotabúi bmvallá, og núna fá þeir bara taxtakaup sem er um 750 kr í dagvinnu en voru víst yfirborgaðir með um 1000 kr í dagvinnu, þessar tölur um að hafa 1850 kr fyrir að afgreiða kaffi í húsdýragarðinum - maður maður bara á ekki orð, ég þarf greinilega að sækja meira í að afgreiða kaffi í framtíðinni

ég er líka nokkuð viss að þessi taxti finnst ekki í samningum frá eflingu. 


mbl.is Erfitt starf og illa launað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Væri fróðlegt að vita hversu lág þessi hörmungarlaun eru sem aumingja maðurinn er að tala um. Ætli þau séu mikið undir milljón á mánuði...?

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

750 kall á tímann? Ég hugsa á útlensku þar sem ég er á meginlandi Evrópu og þetta eru um fjórar og hálf evra. Það væri vonlaust að lifa á því hér í Hollandi.

Villi Asgeirsson, 7.7.2010 kl. 19:08

3 Smámynd: Logi Hermann Halldórsson

 750 kr. er taxti sem fyrirfinnst ekki þar sem lægsti taxti er kr. 910,13.

Logi Hermann Halldórsson, 7.7.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Sigurjón

Það kom fram að stúlkan, dóttir hans, var að vinna um helgi og það er ekkert ólíklegt að yfirvinnutaxti sé 1850 kr. á tímann.  Kynnið ykkur málið, áður en farið er að heiman...

Sigurjón, 7.7.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: GunniS

ég sá hvergi tekið fram að hún væri í helgar vinnu, og ég veit ekki hvaða taxta þú ert að vitna í logi, ég er bara að skrifa um það sem ég heyrði.

GunniS, 8.7.2010 kl. 12:47

6 Smámynd: Sigurjón

Sérð þú e-ð illa Gunni, eða lastu ekki greinina?  Þar stendur eftirfarandi: ,,Um daginn var ég á helgarvakt og gekk stofugang laugardag og sunnudag á hóp 19 sjúklinga sem voru vafalaust í hópi veikustu sjúklinga spítalans. Ég þurfti á allri minni kunnáttu í lyflækningum að halda því krabbameinssjúklingar hafa einkenni frá öllum líffærakerfum. Þessar 5-6 klukkustundir sem stofugangurinn tók mig laugardag og sunnudag hafði ég sem fyrr segir um 1910 krónur á klukkustund fyrir skatt. Dóttir mín vann á sama tíma við að afgreiða kaffi og kleinur í Húsdýragarðinum fyrir 1850 krónur á tímann."

Þarna kemur mjög skýrt fram að þau voru bæði að vinna um helgi.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 8.7.2010 kl. 19:45

7 Smámynd: GunniS

sigurjón . nei ég sé ekki illa, og ég get sagt þér að ég hef aldrei verið með svona háan taxta í yfirvinnu á minni æfi - eins og ég skrifa um að ofan , ég þarf að demba mér í kaffisölu og önnur þjónustustörf. 

GunniS, 9.7.2010 kl. 07:13

8 Smámynd: Sigurjón

Greinilega, eða fá þér gleraugu...

Sigurjón, 9.7.2010 kl. 07:18

9 Smámynd: GunniS

get svosem viðurkennt að mér sást yfir þetta, en hinsvegar finnst mér þetta ansi vel hátt yfirvinnukaup, og eins og ég skrifa að ofan þá hef ég aldrei náð þvi að vera á þetta háum yfirvinnutaxta. mér skilst að taxtar í þjónustustörfum geti verið vel háir - eitthvað sem ég hef ekki kynnst því ég hef aldrei unnið þannig störf.

veit allavega að það er mjög sjaldgæft að bílstjórar nái 3000 kr í yfirvinnutaxta. eða fiskvinnslufólk sem er í landi. 

GunniS, 9.7.2010 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband